144. löggjafarþing — 72. fundur,  27. feb. 2015.

endurskoðun laga um fjárhagsaðstoð og greiðsluaðlögun.

[11:00]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég get ekki alveg tekið undir orð hv. þingmanns, hún skilur það eflaust, um að ekkert hafi gerst. Ég vil hins vegar benda á að hér er ég meðal annars að fjalla um löggjöf sem má segja að hafi farið í gegnum þingið en hv. þingmaður hefur verið að gagnrýna að hafi ekki dugað til. Ég fór í gegnum í það í svari mínu.

Í einhverjum tilvikum stóðu þingmenn frammi fyrir því að þurfa að endurskrifa frumvörp af því að ráðherra kom inn af svo mikilli elju að þau þóttu nánast ekki tæk til meðferðar í þinginu. Ég hef talið mjög mikilvægt að þegar ráðherra leggur fram mál sé hægt að ljúka þeim og afgreiða, það gildir ekki bara um þennan málaflokk heldur líka annað.

Því til viðbótar vil ég benda þingheimi á drög að frumvarpi sem fóru í umsagnarferli hjá innanríkisráðherra 6. febrúar. Þau snúa að breytingum varðandi réttarstöðu leigjenda og styttingu á fyrningarfresti (Forseti hringir.) við nauðungarsölu, fara með það niður (Forseti hringir.) í tvö ár. Væri áhugavert að heyra skoðun þingmanna á þeim málum.