144. löggjafarþing — 72. fundur,  27. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[11:50]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég geri grein fyrir atkvæði þingmanna Bjartrar framtíðar í þessari umferð. Eins og komið hefur fram er margt enn ógert í þessu frumvarpi sem sameiginlegur skilningur er á núna, eftir mikla umræðu, að þurfi að laga. Það gleður mig mjög að það hafi orðið niðurstaðan og við munum halda áfram að vinna að málinu í atvinnuveganefnd en þurfum svo auðvitað að sjá hver niðurstaðan verður. Að þessu sinni sitjum við hjá við afgreiðsluna.