144. löggjafarþing — 75. fundur,  2. mars 2015.

skuldaþak sveitarfélaga.

508. mál
[17:03]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Mig langar aðeins að koma inn í umræðuna í ljósi þess að við erum í fjárlaganefnd að fjalla um nýtt frumvarp um opinber fjármál. Mig langar að heyra viðhorf ráðherrans gagnvart því sem kom fram í máli hæstv. ráðherra, að reglan um 150% viðmið og nýju sveitarstjórnarlögin hafa virkað ágætlega. Í umsögn sambandsins við þetta frumvarp, þ.e. 7. gr. sérstaklega sem kom fram alveg í restina, telja þeir varhugavert að breyta skuldaviðmiðinu eins og þar er gert ráð fyrir.

Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hvort hún hafi lesið sér til um það að gert sé ráð fyrir því að þrengja enn frekar að skuldaviðmiði sveitarfélaga og að þau fari undir 45% viðmiðið sem ríkið eða A-hluti ríkis og sveitarfélaga gera sameiginlega og hafa gagnrýnt og telja í rauninni ekki fært.