144. löggjafarþing — 76. fundur,  3. mars 2015.

jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku.

107. mál
[14:33]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða mikið réttlætismál. Það gengur út á að allir landsmenn sitji við sama borð. Ég hef heyrt marga í stjórnarandstöðunni flytja langar og góðar ræður um hversu mikið sanngirnis- og réttlætismál þetta er. Og ég bara trúi því ekki að stjórnarandstaðan á þingi sé svo harðvítug að hún geti ekki greitt atkvæði með þessu máli.

Að sjálfsögðu segi ég já. Ég fagna þessu frumvarpi, ég fagna því að það sé komið til atkvæðagreiðslu og ég er virkilega stoltur af því að fá að taka þátt í því á Alþingi að jafna raforkukostnað um allt land.