144. löggjafarþing — 76. fundur,  3. mars 2015.

jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku.

107. mál
[14:34]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég fagna þeim áfanga sem við erum að ná í dag. Ég fagna því sérstaklega þessi leiðrétting sé að verða að veruleika. Við getum sagt að áður hafi verið vitlaust gefið en að í dag sé verið að leiðrétta það og færa til betri vegar. Þetta snýst um það að við erum að hækka … (Gripið fram í.)— Já, því miður, og ég hef samúð með þeim sem fá 150 kr. hækkun á mánuði í þéttbýlinu en ég fagna með þeim í dreifbýlinu sem fá 900 kr. lækkun á mánuði. Ég fagna því sérstaklega að við séum að afgreiða þetta mál á þessum degi þegar búnaðarþing stendur yfir því að þetta er eitt heitasta baráttumál búnaðarþings til margra ára, að jafna dreifingarkostnað á rafmagni milli sveita og milli þéttbýlis.