144. löggjafarþing — 76. fundur,  3. mars 2015.

jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku.

107. mál
[14:35]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég tek undir fögnuð þeirra sem hér fagna. Þetta er gríðarlegt réttlætismál sem við erum að afgreiða hér. Þetta er skref í rétta átt, þetta er fyrsta skrefið sem við erum að stíga og vissulega getur það verið þungbært fyrir þá sem reikningurinn hækkar hjá um 150 kr. á mánuði, en ég samgleðst með hinum sem reikningurinn lækkar hjá um mun hærri upphæð.