144. löggjafarþing — 76. fundur,  3. mars 2015.

örnefni.

403. mál
[14:38]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég lýsti afstöðu minni til þessa frumvarps við 1. umr. og sá ekki ástæðu til að lengja þingstörfin með því að endurtaka skoðanir mínar við 2. umr. Kannski hefði ég átt að gera það. Samandregið byggist andstaða mín við frumvarpið á því að mér finnst hin nýja umgjörð, sem ég veit að leysir aðrar lagareglur af hólmi, einkennast um of af ráðstjórnarlegum tilburðum. Það er fyrirkomulag sem mér hugnast almennt ekki og síst af öllu í menningarmálum. Ég mun því greiða atkvæði gegn frumvarpinu líkt og ég gerði við afgreiðslu þess við 2. umr.