144. löggjafarþing — 76. fundur,  3. mars 2015.

fjármálafyrirtæki.

571. mál
[17:21]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er nú svolítið ruglingslegt af því að frumvarpið hefst á þessum orðum: „Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. a laganna.“ — Þess vegna sá ég ekki þessa skilgreiningu á lykilstarfsmanni, sem er í lögunum, vegna þess að frumvarpið varðar bara breytingar á þeim lögum.

Það hefur væntanlega ekki verið talað um stjórnarmenn heldur framkvæmdastjóra.

Mig langar að spyrja út af eiginfjárhlutfalli, sem hv. þm. Frosti Sigurjónsson talaði um að mætti vera hærra en það er núna. Ég skildi hv. þingmann á þann veg að það mætti líka gæta sín á því að vera ekki með of hátt eiginfjárhlutfall, það gæti þá farið út í einhverja hegðun hjá bankanum í framhaldi af því. Er það rétt skilið hjá mér, bara svo að ég sé á réttu róli?