144. löggjafarþing — 76. fundur,  3. mars 2015.

fjármálafyrirtæki.

571. mál
[17:22]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér voru afhentar reglur Fjármálaeftirlitsins um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja og þar er skýrt tekið fram að óheimilt er að greiða stjórnarmönnum fjármálafyrirtækja kaupauka.

Auðvitað hefur eiginfjárkrafa áhrif á verðlagningu banka, þ.e. á þá vexti sem verið er að veita. Við skulum hafa það alveg skýrt. Við getum gert endalausar kröfur sem leiða til þess að enginn tekur lán, og er það það sem við ætlum að gera? Þess vegna stöndum við alltaf eftir þannig að öflugt eftirlit og við skulum segja áhættufælni í stjórnun bankans er í raun það alvirkasta kerfi sem við getum búið við. Við getum byggt endalausa múra, við getum byggt múra með tryggingakerfi og öllum sköpuðum hlutum, (Forseti hringir.) en ekki er þar með sagt að það komi að nokkru gagni ef menn eru áhættusæknir.

Ég hef lokið máli mínu.