144. löggjafarþing — 76. fundur,  3. mars 2015.

fjármálafyrirtæki.

571. mál
[18:33]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hér er hv. þingmaður farinn að feta sig inn í lendur sem hugur hans hefur lengi leitað inn á og mér finnst vangaveltur hans afar fróðlegar og umhugsunarverðar. Ég ætla hins vegar að halda mig við þennan meginþátt í málflutningi mínum að við reynum að tryggja að eignarhald á Landsbankanum haldist í eigu almennings, verði ríkiseign og að sjálfsögðu er það óskastaða mín að fjármálakerfið, eftir því sem kostur er, sé í innlendri eign.