144. löggjafarþing — 77. fundur,  4. mars 2015.

fjármálafyrirtæki.

571. mál
[16:35]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég fór rangt með þegar ég talaði um að í gær hefði verið vitnað í fiskvinnsluna, það var vitnað í sjómennina. Þeir fá borgað eftir afköstum og eru bara með kauptryggingu. Á bankareksturinn að vera þannig? Ég vil nefna sem dæmi líka, af því að ég var að velta vöngum yfir því á sínum tíma, að þetta var þannig að ef menn gerðu stóra viðskiptasamninga eða sölusamninga á söluborðunum í bönkunum fengu þeim prósentur af þeim í eigin vasa. Það varð til þess að menn gerðu alls konar samninga sem ekki voru endilega vel ígrundaðir, en á sama tíma gat vel verið að þessi samningur yrði fallinn eftir hálft eða eitt ár en menn héldu bónusunum. Á sama tíma upplifðum við það í Landsbankanum að þar var verulega góð afkoma á þjónustuborðunum og allri vinnunni í almennri bankastarfsemi, en það var étið upp af söluborðunum á hlutabréfamarkaðnum. Þar með urðu allir almennir bankastarfsmenn af bónusum. (Forseti hringir.) Gengur þetta kerfi nokkurn tímann upp?