144. löggjafarþing — 77. fundur,  4. mars 2015.

fjármálafyrirtæki.

571. mál
[16:37]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Nei, ég held að það gangi ekki upp. Það kemur alltaf að því að það hrynji með einhverjum hætti. Spurningin er hve langt yrði í það ef menn ætluðu að keyra þetta alveg á sama veg. Hin gífurlega áhættusækni var komin alveg niður í það að blekkja gamalmenni til að færa fjármuni á milli reikninga í þeirri trú að menn mundu ávaxta sitt pund betur eða fjárfesta í hlutabréfum sem síðan brunnu upp í hruninu. Það er ekki hægt að setja einhverjar fjármálareglur á og aukið eftirlit ef það er ekki tekið á þessum hlutum, þessi áhættusækni ekki tekin niður í eitt skipti fyrir öll með ströngum reglum. (Forseti hringir.) Önnur kollsteypa yrði auðvitað grafalvarleg (Forseti hringir.) fyrir þjóðarbúið.