144. löggjafarþing — 77. fundur,  4. mars 2015.

fjármálafyrirtæki.

571. mál
[17:06]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir að nefna þetta með siðareglur. Auðvitað er stærstur hluti bankastarfsmanna vandur að virðingu sinni og reynir einfaldlega að veita þá bestu ráðgjöf sem hann mögulega getur. En það verða að vera einhverjar leiðarlýsingar og ég hef velt því fyrir mér í tengslum við þetta frumvarp að Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeiningar um góða viðskiptahætti og að kannski ættu slíkar leiðbeiningar að fá víðtækari umfjöllun en bara hjá Fjármálaeftirlitinu. Kannski ættu þær að fá pólitíska umræðu og vera teknar inn í þingið af efnahagsmálaráðherranum á hverjum tíma til umræðu þannig að það sé einhugur um það.

Svo finnst mér tilvalin hugmynd hjá hv. þingmanni ef unnt væri að tengja kaupaukakerfið, a.m.k. stjórnenda banka, við það að eftir því sem kjör neytendanna væru betri, þeim mun meiri yrði kaupaukinn. (Forseti hringir.) Það væri sannarlega athyglisverð nýbreytni á fjármálamarkaði.