144. löggjafarþing — 77. fundur,  4. mars 2015.

fjármálafyrirtæki.

571. mál
[18:45]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Það er algjör draumsýn að það muni nokkurn tíma takast í núverandi kerfi. Auðvitað ætti það að vera þannig að við byrjuðum á því á undan þessu að aftengja áhættubankakerfin frá hefðbundinni bankastarfsemi. Auðvitað ættum við að búa til alvörusamfélagsbanka hérlendis. Ég sakna þess mjög að ekki sé hverfisbanki í mínu hverfi. Ef ég ætti í viðskiptum við mitt hverfi sem er eins stórt og Akureyri mundi það nýtast uppbyggingu í hverfinu eins og það var í gamla daga með sparisjóðina sem því miður fór allt til fjandans. Þú verður að fyrirgefa, hæstv. forseti. Það er nokkuð sem við ættum að einbeita okkur að, að styrkja (Forseti hringir.)