144. löggjafarþing — 78. fundur,  5. mars 2015.

upplýsinga- og tjáningarfrelsi.

[10:50]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Ég þakka svörin. Það er ljóst að þau lög sem ráðherra vísaði í varðandi þagnarskyldu hafa verið tilbúin í meira en ár en af einhverjum ástæðum setið föst í forsætisráðuneytinu. Ég veit að margir bíða eftir þeim. Það er mjög vönduð vinna sem liggur þar að baki.

Ég hef verulega miklar áhyggjur af stöðu fjölmiðlafrelsis á Íslandi sem er í hrópandi mótsögn við þá ályktun Alþingis sem var einróma samþykkt hér. Samkvæmt skýrslu frá „Reporters Without Borders“ höfum við hrunið niður um ein 13 sæti. Ástæðan er sögð versnandi samskipti stjórnmálamanna og fjölmiðlamanna. Þetta finnst mér gríðarlega alvarlegt og alls ekki í takt við það sem ég vona að ráðherra vilji að verði þróun hérlendis. Ég tel jafnframt mjög mikilvægt að skoðað verði þegar hópurinn kemur saman samskiptavernd og vernd milliliða því að það er grundvöllur fyrir því að fyrirtæki eins og Apple hafi áhuga á að vera hérlendis.