144. löggjafarþing — 78. fundur,  5. mars 2015.

náttúrupassi.

[10:57]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Það greinir enga á um að það þarf að fara í uppbyggingu á ferðamannastöðum. Það er ekki beint hér til umræðu heldur hvernig því skuli háttað. Gríðarlegar tekjur koma inn af þessum atvinnuvegi. Það hefur ekki staðið á ríkinu að borga og jafnvel ívilna öðrum stórum atvinnugeirum, eins og stóriðju og sjávarútvegi, til að þeim farnist vel. Af hverju á það sama ekki við um þennan atvinnuveg sem er okkar helsta tekjulind?

Í þessu sambandi vil ég spyrja hæstv. fjármálaráðherra: Hverjar eru beinar skatttekjur ríkisins af ferðaþjónustu? Af hverju eru þær ekki nú þegar nýttar í atvinnugreinina? Hvað er virðisaukaskattur af verslun og þjónustu búinn að hækka mikið á undanförnum árum sem rekja má til ferðamanna? Hvað er tekjuskattur búinn að aukast mikið vegna aukinnar atvinnu í greininni? Hverjar eru óbeinar skatttekjur (Forseti hringir.) af greininni? Þær voru áætlaðar hátt í 10 milljarðar á árinu 2012. (Forseti hringir.) Eru þær orðnar 20 milljarðar núna, eða hvað? Við erum að ræða um 1 milljarð (Forseti hringir.) sem er allt of lítið í náttúrupassa. Ég er búin að nefna mörg dæmi af tekjum sem koma í ríkissjóð. (Forseti hringir.) Af hverju eru þær ekki notaðar í greinina?