144. löggjafarþing — 78. fundur,  5. mars 2015.

vextir og verðtrygging o.fl.

561. mál
[11:48]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Málið er ekki vanbúið. Það kemur fullbúið til þingsins. Það er hins vegar hægt að hafa álíka skoðanir á því hvernig markmiðum þeim sem lýst er í frumvarpinu er náð. Það er ekki svo að ráðuneytið hafi óskað eftir því að koma á fund nefndarinnar áður en málið er þangað komið en það hafa átt sér stað samskipti milli forustu nefndarinnar og ráðuneytisins um nákvæmlega það hvort til greina komi að útfæra lagatextann með eitthvað öðrum hætti, þó þannig að þessum sömu markmiðum verði áfram náð. Ég treysti nefndinni vel til að fara yfir þau sjónarmið. Það er einmitt þetta sem er svo ágætt við það fyrirkomulag sem við höfum með því að framkvæmdarvaldið setur ekki lög heldur kemur með frumvörp hingað sem fara í nákvæma skoðun og við afgreiðum þau ekki í einni umræðu heldur þremur. Er þetta ekki til vitnis um að það fyrirkomulag er ágætt? Þetta mál þolir vel gagnrýni og skoðun. Ég er alveg viss um að við finnum góða lendingu um þetta atriði án þess að meginmarkmiðunum með frumvarpinu verði fórnað.