144. löggjafarþing — 79. fundur,  16. mars 2015.

staða þingsins og viðhorf ríkisstjórnarinnar.

[15:56]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Haustið 2010 var samþykkt þingsályktun um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þar segir, með leyfi forseta:

„Alþingi ályktar að brýnt sé að starfshættir þingsins verði teknir til endurskoðunar. Mikilvægt sé að Alþingi verji og styrki sjálfstæði sitt og grundvallarhlutverk.“

Þetta var samþykkt hér í þingsal með 63 atkvæðum og ég spyr okkur öll, ekki hæstv. forseta, ekki ríkisstjórnina, ég spyr okkur sjálf: Gildir þessi þingsályktun í dag?