144. löggjafarþing — 79. fundur,  16. mars 2015.

staða þingsins og viðhorf ríkisstjórnarinnar.

[16:04]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Mig langar að nefna það alvarlegasta sem ég hef heyrt í ræðum frá hæstv. ráðherrum og það er sá rökstuðningur fyrir þessari aðgerð að þingið hafi ekki getað eða viljað afgreiða sams konar mál fyrir ári. Það er ekki í boði að ríkisstjórnin framkvæmi eitthvað sem hún veit að færi ekki í gegnum þingið. Ef ríkisstjórnin er ósátt við það hvernig þinglegt ferli virkar og er ósátt við þau tæki sem stjórnarandstaðan hefur þá er ég fyrsti maðurinn upp á dekk til að styðja hana í breytingum á því hvernig hlutirnir virka hér á bæ, svo mikið er víst. En það að hunsa löggjafarsamkunduna vegna ósættis um vinnubrögð Alþingis er ekki í boði. Það er ekki í boði.