144. löggjafarþing — 79. fundur,  16. mars 2015.

staða þingsins og viðhorf ríkisstjórnarinnar.

[16:13]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ekki er það bara þannig að núverandi ríkisstjórn og þingmenn meiri hlutans, vonandi ekki allir þingmenn meiri hlutans en mjög margir, líti svo á að ríkisstjórnin geti bara gert það sem henni sýnist. Núna kemur hæstv. fjármálaráðherra og foringi sjálfstæðismanna og segir, þegar við sem erum í minni hluta lýsum yfir áhyggjum af þessu: Meiri hlutinn ræður. Eins og ég hef varað við ítrekað þá búum við ekki við þingræði heldur meirihlutaræði. Ef einhver hefur einhvern tíma haldið því fram að svo sé ekki þá höfum við fengið það fullkomlega staðfest frá hæstv. fjármálaráðherra þannig að ég legg til að restin af þingmönnunum fari bara heim því við höfum ekki neitt hér að gera því meiri hlutinn ræður. Þá skuluð þið bara eiga þetta.