144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

afgreiðsla atvinnuveganefndar á rammaáætlun.

[13:39]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Forseti. Vinna við gerð rammaáætlunar stóð yfir í meira en tvo áratugi. Menn unnu tugum saman að gerð hennar til þess að reyna að skapa sátt um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Meiri hluti atvinnuveganefndar hendir þeirri vinnu út af borðinu með tillögum sínum.

En eins og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði hér í gær: Meiri hlutinn ræður. Meiri hlutinn stingur upp á því að farið sé á svig við lög og ég vona að forseti, þegar hann íhugar það mál, eins og hann sagði hér áðan — sem ég þakka fyrir að hann ætli að gera — skoði þá stöðu verkefnisstjórnar í leiðinni, hver hún er ef Alþingi samþykkir þessa tillögu meiri hluta atvinnuveganefndar. Ég bið hæstv. forseta að skoða það.