144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

afgreiðsla atvinnuveganefndar á rammaáætlun.

[13:45]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Eins og komið hefur fram afgreiddi meiri hluti atvinnuveganefndar rammaáætlun eins og henni var breytt, eða áætlað er að breyta henni, úr nefndinni í morgun. Mann setti eiginlega hljóðan, ég verð að viðurkenna það, að þetta sé komið það langt að meiri hluti atvinnuveganefndar, og að því er virðist, vonandi þó ekki, stjórnarflokkarnir báðir, ætli að keyra það í gegn að lög um rammaáætlun séu þverbrotin. Þarna eru fimm virkjunarkostir inni, tveir sem hafa ekki farið í gegnum lögformlegt ferli, hefur ekki verið raðað niður, það eru Skrokkalda og Hagavatn. Mörgum spurningum er enn ósvarað og þeim verður ekki svarað, eins og fram hefur komið í máli hv. formanns nefndarinnar, í gegnum (Forseti hringir.) umhverfismat framkvæmda. Umhverfismat framkvæmda hefur aldrei fellt virkjun úr gildi.