144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

afgreiðsla atvinnuveganefndar á rammaáætlun.

[13:48]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill árétta það sem hann sagði hér áðan: Það er almennt svo að þingmönnum er ætlaður mjög ríkur og ótvíræður réttur til að flytja breytingartillögur við einstök þingmál. Vegna þess að sérstaklega er vikið að þessari tilteknu afgreiðslu sem hefur þó ekki litið dagsins ljós, hvorki með nefndaráliti né með breytingartillögum, vill forseti í þágu góðra vinnubragða hafa aðstöðu til að skoða það mál en ítrekar hið almenna sjónarmið, sem mjög ber að hafa í heiðri, um hinn ótvíræða rétt þingmanna til að flytja breytingartillögur.