144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

afgreiðsla atvinnuveganefndar á rammaáætlun.

[13:55]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Það sem er að gerast núna með rammanum er afleiðing þess að forseti hefur leyft þingræðinu að molna undan gerræði ríkisstjórnarinnar. Ég skora á þingmenn stjórnarmeirihlutans að hugsa mjög vel um hverju þeir taka þátt í hér. Hér er farið á svig við þingsályktanir, hvort heldur lýtur að þingsályktun sem var samþykkt á síðasta þingi eða þarsíðasta, engin þingsályktun er í skjóli svo framarlega sem þessi meiri hluti ræður. Og þá skal bara meiri hlutinn ráða með Jón Gunnarsson í fararbroddi og senda út bréf til að sýna vilja meiri hlutans, (Forseti hringir.) því að hér er ekkert þingræði, heldur meirihlutaræði. Meiri hlutinn ræður (Forseti hringir.) og hann ræður og ræður. Hvernig er hægt að bera virðingu (Forseti hringir.) fyrir svona stofnun? Þið eruð búin að taka virðinguna af þessari stofnun, forseti, og það er skömm að því.