144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[14:51]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Sé sú þingsályktun ekki byggð á annaðhvort 21. gr. stjórnarskrárinnar eða á sér tilkall til einhverra laga sem sett hafa verið er de facto hægt að gera það á þann hátt. En gleymum því ekki að þingsályktanir sem halda meirihlutastuðningi sínum ár eftir ár eftir ár, ríkisstjórn eftir ríkisstjórn, eru vitanlega ekki undir þetta settar, vegna þess að meiri hlutinn heldur alltaf fyrir því sem farið var af stað með. Svo er annað mál að ályktun sem þessi, að viðurkenna ríki Palestínu, ég held að fáum dytti í hug, þótt það sé heimilt, að gera slíkt. Ég hugsa að það væri gaman fyrir okkur að taka frekar eitthvert annað dæmi sem er líkara því sem við erum að tala um hér, ef við ættum að fílósófera um þetta. Þingsályktanir sem eiga sér ekki stað í lögum eða í þessari grein stjórnarskrárinnar geta ekki bundið þær ríkisstjórnir sem á eftir koma. Það er hægt að sjá fyrir sér hvernig það væri ef þetta þing eða síðasta eða síðasta ríkisstjórn hefði samþykkt 100 þingsályktanir um alls konar vitleysu, ætti núverandi ríkisstjórn að vinna eftir því? (Gripið fram í.)