144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[14:55]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hæstv. utanríkisráðherra gefur sér að það sé meiri hluta fyrir því að slíta viðræðum án þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég velti fyrir mér miðað við loforðið um þjóðaratkvæðagreiðslu, sem kom ekki síst frá Sjálfstæðisflokknum en líka flokki hæstv. utanríkisráðherra, og miðað við orðræðu tiltekinna þingmanna úr röðum stjórnarmeirihlutans: Hvernig veit hæstv. utanríkisráðherra að hann sé með meiri hluta fyrir málinu áður en málið er komið út úr nefnd og áður en seinni umræðu um málið er lokið? Nú er ljóst að málið var rætt hérna mjög lengi, mjög ítarlega, fyrir um ári og það kom aldrei út úr utanríkismálanefnd þar sem þó er sjálfstæðismaður formaður hv. nefndar, hv. þm. Birgir Ármannsson. Þar var málið. Hvernig veit hæstv. utanríkisráðherra (Forseti hringir.) að hann hafi meiri hluta fyrir slitum, án þjóðaratkvæðagreiðslu, á þessu þingi?