144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[16:07]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hér kom formaður Samfylkingarinnar og hélt því fram að sá sem hér stendur hefði skrifaði þingsályktunartillögur fyrir ríkisstjórnina og hæstv. utanríkisráðherra á síðasta þingi, (Gripið fram í.) greinargerðir og annað sem í þeim eru. Það sem stendur upp úr umræðunni þegar við hlustum á hv. þm. Árna Pál Árnason er að það var hann sjálfur og flokkur hans sem ekki þorðu á síðasta kjörtímabili að spyrja þjóðina hvort sækja skyldi um aðild að Evrópusambandinu. Þess vegna er hljómurinn svo holur í þessum málflutningi þegar menn tala síðan um að einhverjir aðrir þori ekki að spyrja þjóðina. Það þarf tvennt til til þess að hægt sé að fara í viðræður við Evrópusambandið, (KaJúl: Þið lofuðuð því.) annars vegar að það sé pólitískur vilji til þess að ganga í Evrópusambandið og hins vegar að það sé þjóðarvilji til þess að ganga í Evrópusambandið. Hvorugt er til staðar í dag, það var naumur pólitískur vilji á síðasta kjörtímabili en Árni Páll Árnason þorði ekki að spyrja þjóðina.