144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[16:31]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir spurninguna. Ég hefði talið eðlilegt ef síðasta ríkisstjórn hefði viljað slíta viðræðum að það hefði þá á nýjan leik verið borið undir þingið af hálfu síðustu ríkisstjórnar rétt eins og ég tel eðlilegt af hálfu núverandi ríkisstjórnar að þetta mál komi á einhvern hátt til umræðu og afgreiðslu í þinginu.