144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[17:01]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka fyrir ágæta ræðu þótt ég sé ekki endilega sammála túlkun hv. þingmanns á öllu sem kom fram í henni.

Mig langaði að spyrja þingmanninn að einu, sér í lagi að einu, og það lýtur að þjóðaratkvæðagreiðslum. Nú er það svo að á síðasta kjörtímabili lögðu sjálfstæðismenn fram þingsályktunartillögu um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. Af hverju hefur þingmaðurinn skipt um skoðun? Eða getum við þingmenn minni hlutans og kjósendur gert ráð fyrir því að þegar minni hlutinn leggur fram tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðnanna verði þingmaðurinn með okkur á þeirri tillögu?