144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[17:03]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Það er alveg ljóst að ekki er tekið mark á uppsagnarbréfi ríkisstjórnarinnar sem utanríkisráðherra fór með til útlanda í leynd, enda kom mjög skýrt fram á fundi utanríkismálanefndar í morgun að ríkisstjórnin, undir forustu utanríkisráðherra, hefði passað sig mjög rækilega á því að orða bréfið á þann veg að við mundum eingöngu verða tekin af listanum en í raun væru aðildarviðræðurnar enn í gangi. Má ég spyrja hv. þingmann hvort hann sé sammála þessari túlkun minni á orðum utanríkisráðherra frá því í morgun?