144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[17:12]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki hv. þingmanni að taka undir þá hugmynd að það sé á nokkurn hátt lögmætur málflutningur af hálfu hæstvirtra ráðherra að kenna þinginu um að þeir taki svona ákvarðanir upp á eigin spýtur.

Hvað varðar orð hv. þingmanns um að efnisatriði bréfsins hafi verið eitthvað frábrugðin þingsályktunartillögunni sem hér var lögð fram í fyrra þá liggur aftur fyrir rökstuðningur hæstvirtra ráðherra um að með þessu hafi málið verið klárað, það hafi verið núllstillt, eins og hæstv. utanríkisráðherra komst að orði. Í fyrra var hér aðeins karpað um muninn á því að slíta viðræðum eða gera hlé á umræðum.

Er hv. þingmaður meðvitaður um að Ísland er enn þann dag í dag á lista yfir umsóknarríki? Er hv. þingmaður meðvitaður um að þetta hefur þýðingu gagnvart Evrópusambandinu? Og aftur spyr ég hv. þingmann bara til þess að það sé alveg skýrt: Tekur hann undir þá hugmynd að málflutningur hæstvirtra ráðherra (Forseti hringir.) sé lögmætur?