144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[18:49]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Ég er með eina stutta spurningu vegna þess að hv. þingmaður vitnaði hér til þess að að sínu mati væri það ekki i samræmi við þingsköp að senda slíkt bréf án þess að funda fyrst með utanríkismálanefnd. Þá langar mig að spyrja hvort hv. þingmaður hafi á sínum tíma gert athugasemdir við vinnubrögð síðustu ríkisstjórnar og þáverandi utanríkisráðherra sem sendi bréf til Evrópusambandsins og tilkynnt að komið væri hlé á viðræðurnar? Slíkt bréf var sent án þess að fyrir lægi samráð við utanríkismálanefnd. Var það einnig brot á þingsköpum? Hvers vegna gerðu Vinstri grænir ekki verulegar athugasemdir við það verklag ráðherrans sem var þá samstarfsráðherra Vinstri grænna?