144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[18:52]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta svar. Þá er ég með aðra spurningu vegna þess að ég átta mig ekki alveg á stefnu Vinstri grænna í Evrópusambandsmálum. Hver er hún? Er þingmaðurinn fylgjandi því að sækja um aðild og vera í aðildarviðræðum við Evrópusambandið? Er það í samræmi við stefnu Vinstri grænna? Hvað mundi hv. þingmaður gera ef hún væri í stjórnarliðinu í þessu máli? Halda áfram aðildarviðræðum, ganga í Evrópusambandið, eða hver er stefnan hjá Vinstri grænum? Ég verð að játa að ég er algjörlega búin að tapa þræðinum í því máli.