144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[18:57]
Horfa

Jóhanna María Sigmundsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er gott að heyra því að þá er spurning hvort það eigi aðeins við þegar slíta á viðræðum en ekki þegar talað er um að fresta eigi viðræðum og bréf sent héðan út.

Þá er það önnur spurning. Mér fannst mjög villandi þegar hv. þingmaður kom upp áðan og svaraði hv. þm. Unni Brá Konráðsdóttur um stefnu Vinstri grænna, að stefna flokksins væri sú að ganga ekki í Evrópusambandið en samt að standa hér og berjast fyrir því að klára aðildarviðræðurnar. Hver er grundvöllur flokksins fyrir því að vilja ekki ganga í ESB ef þeir telja sig vita nægilega mikið nú þegar til þess að vilja ekki ganga ekki í sambandið? Ég er rosalega villt í þessu og bið þingmanninn að útskýra það betur fyrir mér.