144. löggjafarþing — 81. fundur,  18. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[17:37]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég gleymdi gleraugunum, ég held ég sjái hv. þingmann samt. Hv. þingmaður stillir málinu upp þannig að eina samráðið sem er í boði er nákvæmlega um þá tillögu sem hann vitnar til hér, held ég. (Gripið fram í.) Það er nákvæmlega orðalagið sem hv. þingmaður hefur notað hér. (Gripið fram í.) Það hefur alltaf (Forseti hringir.) verið með þeim hætti þegar flokkur hans og aðrir hafa boðið upp í einhvern samráðsdans — ég kannast vel við það frá síðasta kjörtímabili að hafa reynt að setjast með þáverandi ráðherrum og ríkisstjórn og eiga samtal um eitthvert samráð. Þá er línan alltaf: Þetta er í boði. Um þetta getum við haft samráð. Við getum haft samráð um þessa tillögu.

Nú langar mig að spyrja hv. þingmann, ég mun gera það seinna af því að (Gripið fram í.) hv. þingmaður getur ekki svarað. (Forseti hringir.)

(Forseti (SJS): Ekki samtal.)

Það má hins vegar velta fyrir sér hvort og af hverju Samfylkingin og þeir sem eru í minni hluta núna hafa aldrei nokkurn tímann viljað og aldrei þorað að spyrja þjóðina hvort hún vilji gerast aðili að Evrópusambandinu. Það hefur aldrei mátt. (Gripið fram í.) Ég veit ekki af hverju það er. (Gripið fram í.) Það hefur aldrei mátt spyrja (Forseti hringir.) hvort þjóðin vilji gerast aðili að Evrópusambandinu. (Gripið fram í.) Það eru alltaf einhverjir (Forseti hringir.) skollaleikir og blekkingar hjá …