144. löggjafarþing — 82. fundur,  19. mars 2015.

utanríkis- og alþjóðamál.

621. mál
[15:14]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Elínu Hirst fyrir góða ræðu og eins og fram hefur komið kom hún víða við. Ég veit að það sem hv. þingmaður tekur að sér gerir hún afskaplega vel, er líka hugmyndarík og horfir til framtíðar. Mig langar því til að spyrja hv. þingmann hvert hún telji að hlutverk Íslands verði í umgengni verndunar og nýtingu norðurslóða.

Nú er það auðvitað svo, eins og við vitum, að menn horfa mjög til þess svæðis og þeirrar opnunar sem þar er að verða, og mig langar til að heyra hvaða sýn hv. þingmaður hefur í því.