144. löggjafarþing — 82. fundur,  19. mars 2015.

utanríkis- og alþjóðamál.

621. mál
[15:18]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir svarið. Hún kom töluvert inn á loftslagsmál sem skipta auðvitað allar þjóðir heims miklu máli. Sú sem hér stendur hefur alið í brjósti sér ákveðnar áhyggjur af þeim málaflokki alveg frá æskudögum og mér finnst gott að heyra hvað kemur hér fram hjá hv. þingmanni. Ég ætlaði að biðja hv. þingmann að koma inn á annað sem ég veit að hún hefur tekið upp á sína arma og hefur áhuga á, og það eru tölvuvarnir. Hvað þurfum við að gera til að vera í stakk búin að takast á við það ef við yrðum fyrir virkilegri árás hér?