144. löggjafarþing — 82. fundur,  19. mars 2015.

utanríkis- og alþjóðamál.

621. mál
[17:30]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég held að við séum í rauninni alveg sammála í þessum efnum, ég og hv. þingmaður. Það er auðvitað ekki nema ánægjulegt og gleðilegt ef halinn er styttri en hann var og helst þarf þetta bara að vera dindill, [Hlátur í þingsal.] við erum alveg sammála um það. Á þeim fundi sem ég var á núna sögðu menn: Þetta er lítið land en Liechtenstein, ekki eru þau fleiri þar en geta samt sinnt þessu betur en við. Þau gera það, þau klára. Svo getum við alveg haft þá skoðun að þau geri það ekki nógu vel eða eitthvað svoleiðis. Það eina sem ég er að segja er að ef það sem þessi ríkisstjórn ætlar að gera við okkar nánustu samstarfsþjóðir er að halda EES-samningnum við þá þurfum við að gera það eins vel og við getum. Það er auðséð að við ættum að minnsta kosti að stefna hærra. Það er það sem ég er að koma til skila.