144. löggjafarþing — 83. fundur,  23. mars 2015.

breytingar á lögum um Seðlabankann.

[15:05]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég hélt ekki að ég hefði spurt hæstv. forsætisráðherra á þessum degi óhæfilega flókinnar spurningar. Styður forsætisráðherrann hugmynd um þrjá seðlabankastjóra þar sem tveir nýir seðlabankastjórar geta myndað meiri hluta í bankastjórninni fyrir ákvörðunum? Telur hann það til þess fallið að auka traust á íslensku efnahagslífi að róta þannig með yfirstjórn bankans? Ég hlýt líka að spyrja hæstv. forsætisráðherra, ef forsætisráðherra landsins hefur ekki mótað sér afstöðu í þessu mikilvæga málefni: Er þá nokkur ástæða til að ætla að ríkisstjórnin ætli að gera slíkt að lögum á innan við tveimur mánuðum? Er það ekki málefni sem þyrfti af hálfu hæstv. forsætisráðherra ríkisstjórnarinnar og þingsins miklu betri undirbúning en að fara að lauma því inn rétt fyrir framlagningarfrestinn í þessari viku?