144. löggjafarþing — 83. fundur,  23. mars 2015.

tollar á franskar kartöflur.

606. mál
[16:53]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Það hefur verið mjög athyglisvert að hlusta á hæstv. fjármálaráðherra sem jafnframt er formaður Sjálfstæðisflokksins og kennir sig dálítið við frelsi segja okkur á Alþingi í svari við þessari fyrirspurn hversu miklir tollar eru lagðir á hinar og þessar vörur. Í stuttu innskoti mínu hvað þetta varðar langar mig bara að spyrja hæstv. ráðherra út í eitt. Eitt er verndin sem við setjum gagnvart íslenskri framleiðslu, tökum það út fyrir sviga, það getur átt rétt á sér, það er það sem flestöll þjóðlönd gera, en þegar kemur að skorti og algjörri vöntun á vöru sem er þá flutt inn — við getum tekið ýmsar kjúklingavörur. Ég keypti sjálfur nautahakk í fyrra sem var frá Spáni, að mig minnir, og það var nánast á sama verði og íslenskt. Af hverju var það á sambærilegu verði, virðulegi forseti? Það er vegna þess að ríkissjóður lagði svo háa tolla á það.

Þá er spurning mín þessi: Þegar það er vöntun á einhverri vöru, af hverju mega þá ekki íslenskir neytendur (Forseti hringir.) njóta þess í lægra vöruverði meðan skorturinn (Forseti hringir.) er?