144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

tillaga stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu.

[13:58]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég kem hér í ræðustól til að taka undir orð hv. þm. Þorsteins Sæmundssonar, mér finnst ástæða til að kalla áfengisfrumvarpið aftur til allsherjar- og menntamálanefndar, sérstaklega eftir umsögn Læknafélags Íslands þar sem fram koma alvarlegar ábendingar um möguleg áhrif frumvarpsins á líðan barna og ungmenna.

Sem nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd styð ég það mjög að umrætt frumvarp verði kallað inn í nefndina að nýju.