144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

30. mál
[14:46]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við greiðum nú atkvæði um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða, á markaðstorgi fjármálagerninga. Í meðförum nefndarinnar var ákveðið að gera bæði lagfæringar og eina efnislega leiðréttingu eða lagfæringu og eina efnislega breytingu. Eins og hv. þingmönnum er kunnugt er með frumvarpinu lagt til að lífeyrissjóðum verði veitt heimild til að fjárfesta í verðbréfum sem verslað er með á markaðstorgi fjármálagerninga til jafns við verðbréf sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum markaði. Í meðförum nefndarinnar var samstaða um það hjá meiri hlutanum að takmarka þetta við 5% af hreinni eign sjóðsins í þessum verðbréfum þannig að það er aðallega sú breyting sem við erum að gera í þetta sinn. Ég þakka nefndinni og þeim sem koma að því að bæta málið fyrir þeirra hjálp og vonast til að þingið veiti málinu góða umfjöllun.