144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

30. mál
[14:47]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég tel rétt að ég geri hér grein fyrir atkvæði mínu. Ég talaði í 2. umr. um þetta mál og ég tel að hér sé farið á háskabraut. Það er verið að auka heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta í óskráðum bréfum úr 20% í 25%. Það sem um er rætt í meginefni frumvarpsins er nú þegar innan heimildar í þessum 20% og að auki hafa lífeyrissjóðir heimild til fjárfestinga í gegnum samlagshlutafélög. Ég tel að hér sé komið út á verulega háskabraut og sérstaklega þegar það var sagt í umræðunni að það væri samfélagsleg skylda lífeyrissjóða að standa undir hagvexti þannig að hér eru menn farnir að rugla saman ýmsu í starfsemi lífeyrissjóða. Ég ætla að gera rækilega grein fyrir atkvæði mínu. Ég segi nei.