144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

um fundarstjórn.

[14:51]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Ég tek undir og er sammála orðum hv. þm. Vilhjálms Bjarnasonar þegar hann segir að skoðanakannanir síðustu vikna þar sem Píratar mælast mjög háir séu að vissu leyti og töluverðu leyti gult spjald á ríkisstjórnina, á hans flokk. Það er rétt þannig að ég vona að aðrir stjórnarþingmenn og ráðherrar taki mark á því gula spjaldi sem þjóðin er klárlega að gefa stjórnarflokkunum.

Píratar hafa lengi verið í 8% í Gallup-könnunum, þ.e. við höfum verið með 8% traust kjósenda. Ég vona að eftir þessa uppsveiflu séum við kannski komin í 12% kjörfylgi, með traust 12% kjósenda, en þetta eru klárlega skilaboð sem stjórnarflokkarnir eiga að taka mjög alvarlega, þetta gula spjald eins og hv. þm. Vilhjálmur Bjarnason orðaði það svo vel.