144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

um fundarstjórn.

[15:39]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég velti því fyrir mér hvað brennur svona svakalega á ráðherranum í þessu máli að hann þurfi að taka þetta mál á dagskrá núna þegar fyrir liggur sú beiðni sem hér hefur verið rakin og er komin í ákveðinn farveg. Ég get ekki talið það góða stjórnsýslu.

Mér finnst líka mjög merkilegt að sjálfstæðismenn búi til nýja stofnun, Menntamálastofnun, og færi inn í ráðuneytið. Utanríkisráðherra ætlar að búa til nýtt „apparat“ í ráðuneytinu. Hvað er eiginlega með ráðherra þessarar ríkisstjórnar? Af hverju þurfa þeir að draga allt inn til sín? Eigum við að taka Vegagerðina inn? Af hverju ekki? Setjum það í samhengi. Tökum ÞSSÍ út og tökum Vegagerðina, lögregluna, Landspítalann inn. Af hverju getum við ekki gert það? Hver segir að þessar stofnanir séu öðruvísi en hinar?

Virðulegi forseti. Mér finnst að faglega vinnan eigi að vera utan við ráðuneytið, það á ekki að draga hana inn í það. Mér finnst hæstv. (Forseti hringir.) utanríkisráðherra vera of fljótur á sér hér því að hér erum (Forseti hringir.) við með mál sem (Forseti hringir.) þarfnast (Forseti hringir.) mikillar …