144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

um fundarstjórn.

[15:40]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég átta mig ekki alveg á einu. Við erum að fara að ræða hér mál sem búið er að ákveða að gera stjórnsýsluúttekt á sem er að hefjast hjá Ríkisendurskoðun. Hvers vegna er þessi asi? Af hverju má þetta mál ekki bíða? Á meðan getum við við rætt málið sem við fórum yfir áðan sem snýr að því að stjórnarandstaðan óskar eftir því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla vegna Evrópusambandsumsóknarinnar.

Ég vildi gjarnan fá einhverjar betri skýringar frá hv. forseta á því hvernig við nýtum hér tíma þingsins. Við öll sem hér erum inni viljum gjarnan fá að vinna vinnu okkar vel. Þeim mun meiri upplýsingar sem við fáum, þeim mun auðveldara er að taka góðar ákvarðanir. Hvers vegna getum við ekki beðið ekki eftir þeim upplýsingum og haldið svo áfram með málið? Mér er það algjörlega óskiljanlegt og mér þykja þetta ekki góð vinnubrögð.