144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

um fundarstjórn.

[15:43]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti gerir nú meira en að ræða við umræddan hv. þingmann um efasemdir sínar. Forseti gerði grein fyrir því þegar þetta mál kom til umræðu á vettvangi forsætisnefndar tvisvar sinnum og gerði þá grein fyrir efasemdum sínum um að þetta mál væri þannig vaxið að það samrýmdist fyllilega löggjöfinni um verksvið Ríkisendurskoðunar að fjalla um það. Engu að síður varð það niðurstaða forseta að þrátt fyrir það skyldi málið ganga til Ríkisendurskoðunar og Ríkisendurskoðun tæki þá afstöðu til málsins með hvaða hætti þeir nálguðust þetta viðfangsefni.