144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

579. mál
[16:23]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þróunin í þeim ríkjum sem sem við vinnum gjarnan með og berum okkur saman við þegar kemur að þróunarmálum hefur verið í þá veru að sameina þessa þætti í ráðuneytunum. Vissulega eru til undantekningar, en heilt yfir og langoftast hefur verið farið í þá átt.

Varðandi eftirlitið er mjög mikilvægt að viðhalda því ágæta kerfi sem verið hefur, til dæmis þegar kemur að ÞSSÍ, að það sé sjálfstæður eftirlitsaðili sem fari yfir og fylgist með þeim verkefnum sem stofnunin hefur með höndum, taki þau út og skoði hvernig þau hafa gengið. Það hefur gjörbreytt þeim trúverðugleika sem stofnunin hefur haft, hún hefur aukið trúverðugleika sinn með því að sæta slíku eftirliti. Tekið er eftir því hvernig það hefur gengið. Ég geri því fastlega ráð fyrir því að við munum vera með eftirlitið á svipuðum nótum og verið hefur.