144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

579. mál
[16:26]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Það sem er athyglisverðast í ábendingum DAC er sú staðreynd að þar er bent á að fram undan sé mikil aukning í fjárveitingum til málaflokksins, það er skrifað 2012, og allar ábendingarnar sem DAC kemur fram með varða það, ekkert annað. Ekkert er talað um að strúktúrinn sé veikur heldur er honum þvert á móti hrósað. Allar ábendingar þróunarsamvinnunefndar OECD varða nákvæmlega það að fram undan er mikil aukning á framlögum til þróunarsamvinnu. Hæstv. ráðherra hefur nú tekið það til baka. Hver er þá þörfin á breytingunum?