144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

579. mál
[19:16]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er helst að skipta um ríkisstjórn, mér fyndist það besti kosturinn. Ég held að það væri þjóðráð og mundi bara gera allt miklu betra en það er núna.

Að öllu gamni slepptu þá er það lýðræðinu hættulegt að framkvæmdarvaldið auki völd sín með þeim hætti sem ég rakti áðan. Ég held að það sé mjög nauðsynlegt að við í þinglegum störfum okkar og í nefndum reynum að koma í veg fyrir það með bestu getu að vond mál nái í gegn, þó að vissulega hafi ríkisstjórnin styrkan meiri hluta og geti auðvitað tekið málin og afgreitt þau, kæri hún sig um það. En ég treysti því að utanríkisráðherra sem talaði í upphafi ræðu sinnar um þverpólitíska sátt í málaflokknum standi við þau orð. Verði töluvert mikill ágreiningur um málið í utanríkismálanefnd eins og hann hefur heyrt hér á þingi láti hann málið kyrrt liggja og haldi því ekki til streitu.